Rækjusjómenn í Norður-Noregi segja að veiðarnar í vetur séu þær verstu í manna minnum. Þær hafi dregist saman um 50 til 75%, að því er fram kemur í frétt á FishUpdate.
Fjallað hefur verið um ástandið í fréttum í norska ríkissjónvarpinu. Þar segir að margir útgerðarmenn og skipstjóra íhugi að selja rækjuskipin og snúa sér að einhverju öðru. Einn skipstjóri, sem hefur stundað rækjuveiðar frá árinu 1990, segir að veiðunum hafi hnignað ár frá ári og hafi aldrei verið verri en nú í vetur. Hann segir að fimm rækjuskip hafi verið samtímis að veiðum en nú sé hann einn eftir. Margir hinna hafi gefist upp og snúið sér að þorskveiðum. Þá hafi ein rækjuverksmiðja á svæðinu lagt upp laupana vegna hráefnisskorts.