Um 10 sjómenn eru særðir og 10 manns er saknað eftir hrottalega árás sjóræningja á fiskiskip í Bengalflóa í Indlandshafi.
Þrír togarar með um 36 manna áhöfn voru á leið í höfn eftir veiðar í úthafinu þegar sjóræningjar réðust á skipin með skothríð. Þeir fóru um borð og börðu eða skutu á þá sem reyndu að hindra för þeirra. Sjö þeirra særðu voru með skotsár. Þá hentu þeir nokkrum mönnum fyrir borð og er þeirra saknað. Frá þessu er greint á vefnum Fishupdate.