Krókaaflamarksbáturinn Hrólfur Einarsson ÍS hefur verið lengdur í 15 metra og fær einnig nýtt nafn, Hálfdán Einarsson ÍS.
Báturinn var lengdur hjá Siglufjarðar-Seig og var sjósettur nú í vikunni. Báturinn var áður 12,63 metrar á lengd og tæp 15 brúttótonn. Eftir lengingu mælist hann tæp 30 brúttótonn og bætist nú í hóp stóru bátanna í „litla“ kerfinu.
Útgerð bátsins, Völusteinn ehf., hefur aukið starfsemi sína á Vestfjörðum. Fyrirtækið gerir út tvo báta, festi nýlega kaup á Sirrý ÍS, og íhugar fiskvinnslu á Flateyri.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.