Eftir að grænlenski heilfrystitogarinn Tuukkaq bætist við skipaflota Brims og frystitogarinn Örfirisey RE seldur verða nokkrar hrókeringar meðal skipstjóra útgerðarfyrirtækisins.
Þetta kemur fram á vefsíðu Brims.
Arnar Haukur Ævarsson, skipstjóri á Örfirisey, verður skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE á móti Árna Gunnólfssyni.
Þá segir að Eyþór Atli Scott, sem verið hefur skipstjóri á Vigra, taki við skipstjórn á Sólborgu RE sem Brim keypti í fyrrahaust. Fyrirhugað sé að skipið fari sína fyrstu veiðiferð fyrir Brim nú um miðjan mánuðinn.
Eins og fram hefur komið mun togarinnn Tuukkaq fá nafnið Þerney RE 3