James Kennedy, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, flytur erindi með ofangreindri yfirskrift
Næstkomandi fimmtudag kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4. Erindið verður flutt (á ensku)
Í erindinu verður fjallað um umfangsmiklar merkingarannsóknir á grásleppu sem Biopol á Skagaströnd og Hafrannsóknastofnun hafa staðið að um árabil. Notuð voru hefðbundin fiskmerki en einnig rafeindamerki sem geta safnað ítarlegum upplýsingum um hitastig og dýpi sem fiskurinn heldur sig á.
Meðal annars kemur fram að hrognkelsi eru fær um að synda töluverðar vegalengdir á dag og þá stunda þau einnig lóðréttar dægurferðir (til fæðuöflunar ?). Auk merkingarannsókna verður fjallað um aðferðir sem beitt er við stjórnun veiða á hrognkelsi en hrognkelsaveiðar hafa verið stundaðar við Ísland um árabil aðallega vegna grásleppuhrogna.
Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar.