Góður kraftur hefur verið í loðnuveiðum síðustu tvær vikur og nú styttist í að hrognafyllingin í loðnunni og þroski hrognanna gefi tilefni til að hægt verði að hefja hrognatöku og –frystingu. Samkvæmt upplýsingum frá uppsjávarsviði HB Granda gæti það orðið um miðja næstu viku. Í fyrra var byrjað að frysta loðnuhrogn á vegum HB Granda á Akranesi 16. febrúar en mat manna nú er að hrognavertíðin hefjist allt að tíu dögum síðar að þessu sinni.
Fremsta loðnugangan er nú komin langleiðina vestur að Reykjanesi og hrognafyllingin í loðnunni, sem lengst er gengin, mælist nú um 20%. Þroski hrognanna þykir hins vegar ekki nægilegur til þess að hægt sé að hefja hrognatöku og –frystingu fyrir Japansmarkaðinn, segir í frétt á vef HB Granda.
Sjá nánar á
vef HB Granda.