Fyrsta mæling á 2014 árgangi ýsustofnsins bendir til þess að sex ára hrinu af mjög lélegum árgöngum sé lokið. Mældist 2014 árgangurinn sá næststærsti síðan haustrall hófst árið 1996 og einungis stóri árgangurinn frá 2003 mældist stærri í fyrstu mælingu árgangsins.
Þetta kemur fram í frétt Hafrannsóknastofnunar um niðurstöður haustralls 2014. Þar segir ennfremur stofnvísitala ýsu er svipuð og hún var árið 2013. Á árunum 2002-2006 hækkaði hún í kjölfar góðrar nýliðunar, en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir.
Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.