,,Við erum staddir utan við Hvalbakshallið. Það hefur verið ágætisveiði hérna af hreinum makríll og enga síld að sjá. Í síðasta holi fengum við 250 tonn eftir þriggja kortera tog og erum nú að vinna aflann,” sagði Ómar Sigurðsson stýrimaður á Aðalsteini Jónssyni SU frá Eskifirði þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn í gærmorgun.

Þau uppsjávarskip sem sækjast eftir síld hafa haldið sig hins vegar í Héraðsflóanum og frystitogararnir eru mest fyrir vestan og suðvestan land.

Samkvæmt tölum Fiskistofu er nú búið að veiða um helming heildarmakrílkvótans eða um 75 þús. tonn.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.