Grænlenska landsstjórnin hefur tilkynnt að hrefnukvótinn við Vestur-Grænland á nýbyrjuðu ári verði 178 dýr og við Austur-Grænaland 12 dýr eða samtals 190 hrefnur.

Við Vestur-Grænland verður jafnframt leyft að veiða 10 langreyðar, þrjá grænlandshvali og níu hnúfubaka.

Við ákvörðun hvalakvótanna er tekið mið af ráðleggingum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Því má svo bæta við að grænlenska landsstjórnin hefur leyft veiðar á 143 rostungum á þessu ári. Kvótanum er deilt niður á byggðarlög sem síðan ráðstafa veiðileyfunum.