Hrafnreyður KÓ landaði tveimur hrefnum á Siglufirði í dag. Hrefnurnar fengust inni á Málmeyjarfirði sem er norðan við Málmey í Skagafirði.
Gunnar Bergmann hjá Hrefnuveiðimönnum segir að aflanum sé ekið til Hafnarfjarðar og hann unninn þar.
„Hrafnreyður er kominn aftur á miðin en var ekki búin á fá neitt þegar ég heyrði í skipstjóranum fyrir skömmu. Hann var aftur á móti búinn að heyra um nokkur dýr norðan við Málmey og var á siglingu þangað.“
Að sögn Gunnars landar Hafsteinn SK hjá Hrefnuveiðimönnum. „Þeir veiddu tvö dýr í síðustu viku en hafa ekki farið á sjó eftir það og ætla ekki fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi.“