Hrafnreyður KÓ - 100 landaði sínu fjórða dýri í sumar við Hafnarfjarðarhöfn í morgun.
Hrefnuveiðar hófust í byrjun má og hafa þær gengið mun betur en undanfarin ár. Segja hrefnuveiðimenn mikið af hrefnu í Faxaflóa þessa dagana.
Hrefnukjöt fer allt á innanlandsmarkað, veitingastaði og verslanir.
Skipverjar á Hrafnreyði héldu strax aftur út í Faxaflóa í leit að fleiri hrefnum, að því er fram kemur á vef hrefnuveiðimanna, www.hrefna.is.
Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu höfðu veiðst 18 hrefnur og 44 langreyðir það sem af er sumri. Í fyrra voru veiddar 35 hrefnur og 134 langreyðir.