Á árinu 2010 tóku fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi á móti um 410 þúsund tonnum af hráefni til bræðslu samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Á árinu 2009 nam móttakan um 490 þúsund tonnum. Hér er því um 16% samdrátt að ræða milli ára.

Í heild tóku 11 verksmiðjur á móti uppsjávarfiski til bræðslu á síðasta ári. Þessar verksmiðjur skiptast á sjö félög. Síldarvinnslan rekur þrjár verksmiðjur, Ísfélagið tvær og HB Grandi tvær. Síldarvinnslan tók alls á móti 128 þúsund tonnum til bræðslu í fyrra, eða um 31% af heildinni. HB Grandi tók alls á móti 77 þúsund tonnum eða um 19% af heildinni og Ísfélagið tók á móti 63 þúsund tonnum eða 15% af heildinni. Alls tóku þessi þrjú félög samanlagt á móti 65% af þeim fiski sem fór til bræðslu hér á landi á síðasta ári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.