Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir hótanir um refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandsins óhóflegar og hafa þveröfug áhrif við það sem þeim er ætlað, að því er fram kemur á vef RUV.

Sigurður Ingi sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna orða sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins, Mariu Damanaki, í Brussel í gærkvöldi, þar sem hún sagði meðal annars að undirbúningur væri hafinn að mögulegum viðskiptaaðgerðum gegn Íslandi vegna stöðunnar í makrílviðræðum. Sigurður Ingi segist vonast til þess að hægt verði að finna sanngjarna lausn á málinu. Þá segist hann vona að lausnin felsist í vísindalegum rökum en ekki kúgun stærri þjóða á þeim minni