Í nótt landaði Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði um 400 tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði og Ásgrímur Halldórsson SF landaði um 1.400 tonnum, að því er fram kemur á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar, er búið að landa fjórum túrum og beið löndunar í morgun með um 750 tonn, en bræla er nú á miðunum.
Eftir þessar landanir verða komin á land á Fáskrúðsfirði um 6.500 tonn af loðnu. Loðnan hefur að mestu farið til bræðslu, en aðeins lítið magn af stærsta sílinu hefur verið fryst til manneldis, segir ennfremur á vef Loðnuvinnslunnar.