Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir stýrir fyrirtækinu IceProtein á Sauðárkróki hlaut Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins sem veitt voru á ársráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi árið 2016.
IceProtein og Protis settu nýlega á markað nýja vörulínu byggða á áralöngum rannsóknum á heilsubætandi áhrifum fiskpróteina. Þetta þykir okkur afskaplega áhugavert framtak kröftugs frumkvöðuls á sviði rannsókna og þróunar á landsbyggðinni.