Í sumar hefur rúmum 1.000 tonnum af makríl verið landað á Hólmavík sem er langhæsta löndunarhöfnin fyrir krókamakríl. Helmingi alls makríls sem veiðst hefur á handfærin hefur verið landað á Hólmavík, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Aflahrotan við krókaveiðar á makríl í Steingrímsfirði skilaði þannig ævintýralegum afla á land. Makrílnum var mokað upp á rúmri viku um og eftir verslunarmannahelgina og stunduðu 40-50 bátar veiðarnar.

Tveir efstu krókabátarnir við makrílveiðar koma einnig frá Hólmavík, Herja ST og Hlökk ST, og eru þeir í eigu sömu útgerðar. Um 85 bátar hafa veitt makríl á handfæri í sumar og er afli þeirra mjög misjafn. Athygli vekur að tveir efstu bátarnir er samtals með rúm 210 tonn sem er um 10% af heildarafla krókabátanna í makríl.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.