Bæjarráð Stykkishólms hefur ítrekað áhyggjur sveitarfélagsins vegna hugsanlegrar niðurfellingar svokallaðra skel- og rækjubóta eins og lagt sé til í skýrslunni Auðlindinni okkar – Sjálfbær sjávarútvegur, sem er til meðferðar hjá matvælaráðuneytinu.

Fulltrúar þeirra útgerða sem hafa aflaheimildir til veiða á hörpudiski í Breiðafirði mættu á fund bæjarráðs í júní og þar voru lögð fram gögn sem tengjast þessum tillögum.

Leita ásjár forsætisráðherra

„Bæjarráð vill taka fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafa sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafa talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bóta laust er um eignaupptöku að ræða,“ segir í bókun sem bæjarráð samþykkti á fundinum.

„Í því sambandi ítrekar bæjarráð afstöðu sveitarfélagins að verði skelbæturnar felldar niður mun það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82,85 prósent skelbótanna. Mundi það valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt,“ segir áfram í bókuninni.

Þingmenn leiti allra leiða

Hörpuskel í vinnslu. Mynd/Aðsend
Hörpuskel í vinnslu. Mynd/Aðsend

Þá minnir bæjarráðið á að bæjarstjórn Stykkishólms hafi ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild.

„Bæjarráð hvetur matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur,“ segir að endingu í bókun bæjarráðs.

Skelbæturnar ekki náð tilgangi sínum

Skelbætur voru teknar upp á árinu 2001 til að bæta útgerðum upp hrun í hörpuskel. Rækjubætur voru innleiddar tveimur árum fyrr. Samtals nema þessar bætur 1.815 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári.

„Úthlutun skel- og rækjubóta fellur illa að meginmarkmiðum laga um stjórn fiskveiða um verndun og hagkvæma nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu,“ segir í skýrslunni Auðlindinni okkar.

Kvótinn fari í byggðakerfið

„Hefur úthlutun skel- og rækjubóta þar með ekki náð tilgangi sínum að skapa svigrúm fyrir viðkomandi útgerðir til endurskipulagningar vegna breytinga í tilteknum nytjastofnum til að tryggja að þegar nytjastofnar gefa eftir sé dregið úr áhrifum þess á atvinnu og byggð á tilteknum svæðum,“ segir í skýrslunni þar sem lögð er til önnur leið:

„Línuívilnun og skel- og rækjubótum verði hætt og ráðstafað til byggðakerfisins, annað hvort í gegnum innviðaleið, það er með útleigu á heimildum þar sem leigutekjur renni til  sveitarfélaga, eða byggðafestuleið, það er með sértækum og markvissum aðgerðum til að nýta veiðiheimildir til að efla byggðir þar sem veiðar og vinnsla eru talin eiga framtíð fyrir sér.“

Bæjarráð Stykkishólms hefur ítrekað áhyggjur sveitarfélagsins vegna hugsanlegrar niðurfellingar svokallaðra skel- og rækjubóta eins og lagt sé til í skýrslunni Auðlindinni okkar – Sjálfbær sjávarútvegur, sem er til meðferðar hjá matvælaráðuneytinu.

Fulltrúar þeirra útgerða sem hafa aflaheimildir til veiða á hörpudiski í Breiðafirði mættu á fund bæjarráðs í júní og þar voru lögð fram gögn sem tengjast þessum tillögum.

Leita ásjár forsætisráðherra

„Bæjarráð vill taka fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafa sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafa talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bóta laust er um eignaupptöku að ræða,“ segir í bókun sem bæjarráð samþykkti á fundinum.

„Í því sambandi ítrekar bæjarráð afstöðu sveitarfélagins að verði skelbæturnar felldar niður mun það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82,85 prósent skelbótanna. Mundi það valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt,“ segir áfram í bókuninni.

Þingmenn leiti allra leiða

Hörpuskel í vinnslu. Mynd/Aðsend
Hörpuskel í vinnslu. Mynd/Aðsend

Þá minnir bæjarráðið á að bæjarstjórn Stykkishólms hafi ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild.

„Bæjarráð hvetur matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur,“ segir að endingu í bókun bæjarráðs.

Skelbæturnar ekki náð tilgangi sínum

Skelbætur voru teknar upp á árinu 2001 til að bæta útgerðum upp hrun í hörpuskel. Rækjubætur voru innleiddar tveimur árum fyrr. Samtals nema þessar bætur 1.815 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári.

„Úthlutun skel- og rækjubóta fellur illa að meginmarkmiðum laga um stjórn fiskveiða um verndun og hagkvæma nýtingu nytjastofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu,“ segir í skýrslunni Auðlindinni okkar.

Kvótinn fari í byggðakerfið

„Hefur úthlutun skel- og rækjubóta þar með ekki náð tilgangi sínum að skapa svigrúm fyrir viðkomandi útgerðir til endurskipulagningar vegna breytinga í tilteknum nytjastofnum til að tryggja að þegar nytjastofnar gefa eftir sé dregið úr áhrifum þess á atvinnu og byggð á tilteknum svæðum,“ segir í skýrslunni þar sem lögð er til önnur leið:

„Línuívilnun og skel- og rækjubótum verði hætt og ráðstafað til byggðakerfisins, annað hvort í gegnum innviðaleið, það er með útleigu á heimildum þar sem leigutekjur renni til  sveitarfélaga, eða byggðafestuleið, það er með sértækum og markvissum aðgerðum til að nýta veiðiheimildir til að efla byggðir þar sem veiðar og vinnsla eru talin eiga framtíð fyrir sér.“