Í djúpsjávarleiðöngrum rannsóknaskipa koma oft harla sérkennilegir og ófrýnilegir sjávarbúar upp með trollinu. Norska rannsóknaskipið G.O. Sars kannaði hafsvæðið allt vestan frá Grænlandi og austur til Noregs ekki alls fyrir löngu, allt niður á eitt þúsund metra dýpi.
Höggormsfiskur var meðal þeirra kvikinda sem skipið fékk og þarf ekki langan tíma til að sjá hvaðan sú nafngift er komin. Ekki er þess getið hvar þessi fiskur var veiddur.
Á vefsíðunni forskning.no er að finna fleiri myndir af djúpsjávarverum sem skipið fékk.