Fiskistofa hefur tekið saman tölur um landaðan botnfiskafla eftir höfnum á tímabilinu 2001-2011. Þar kemur fram að höfuðborgarsvæðið hefur aukið hlutdeild sína úr 25% af heild í 32%. Engin skýring er gefin á þessari aukningu.

Alls var landað 114.000 tonnum á höfnum höfuðborgarsvæðisins árið 2007 en 147.000 tonnum á nýliðnu ári. Aukningin er 29%. Hlutdeild hafna á Norðurlandi vestra hefur á sama tímabili minnkað úr 6,2% í 5,3% og á Austurlandi úr 12,2% í 9,2%.

Miklar aukning hefur orðið á  lönduðum afla á einstaka minni höfnum ofangreindu tímabili sem rekja má til strandveiðanna en á sumum öðrum stöðum hefur orðið hrun í lönduðum afla.

Sjá nánar á vef Fiskistofu .