Þann 1.september hófu 62 starfsmenn Vísis störf í Grindavík sem áður höfðu unnið hjá Vísi á Húsavík og Djúpavogi. Fyrstu dagana var ekki hefðbundin vinna heldur fengu starfsmenn kynningu á ýmsu varðandi fyrirtækið og vinnsluferlana á staðnum.
Einnig komu í heimsókn fulltrúar frá Grindavíkurbæ og Verkalýðsfélagi Grindavíkur og greindu frá sinni þjónustu.
Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis segir á vef fyrirtækisins að það hafi verið afar ánægjulegt að sjá þennan hóp í Grindavík og ekki síður hve bæjarbúar hafi tekið vel á móti hópnum.