Höfnin í Hanstholm á Jótlandi er á góðri leið með að verða umsvifamesta fiskihöfn Evrópu þegar lokið er við stækkun hennar að andvirði 9,3 milljarða ÍSK á þessu sumri. World Fishing greinir frá þessu máli nýlega.
Með stækkuninni stækkar bryggjusvæðið, dýpt hafnarinnar og athafnasvæði. Höfnin er sú umsvifamesta fyrir fiskiskip í Evrópu. Þar er 600 tonnum af fisk landað á
hverjum degi og aflaverðmæti sem berast þar á land nema tæpum 24 milljörðum kr. á ári.
Nú þegar hefur þriðjungur alls athafnasvæðisins sem verður til verið leigt út og þar er að þróast ný starfsemi og ný verkefni að verða til. Við höfnina í Hanstholm er stærsti fiskmarkaður Danmerkur þar sem seld eru yfir 40 þúsund tonn af fiski árlega sem skilar tekjum upp á 11,5 milljarða kr. árlega.
Útgangspunktur stækkunarinnar er aukið vægi fiskveiða en ennfremur er búið betur að vöruflutningum meðal annars með gríðarstóru athafnasvæði.