Ein vinsælasta fréttin á vef Fiskifrétta í dag sýnir myndband sem tekið var af vef samtaka norskra útvegsmanna. Þar hreykja Norðmenn sér af umhverfisvænum makrílveiðum á norska nótabátnum Smaragd. Alls hefur þetta myndband verið skoðað 70 þúsund sinnum á norska vefnum. Sjá myndbandið HÉR
Athygli okkar hefur verið vakin á því að þessi bátur er ekki lengur í norskri eigu. Báturinn var seldur til Íslands á síðasta ári og heitir nú Hoffell SU sem Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir út.