Hoffell SU fór út í gær frá Fáskrúðsfirði í síðasta túr á makrílvertíðinni eftir að hafa landað 600 tonnum.
Áður en skipið hélt til veiða var áhöfninni færð kaka í tilefni þess að heildarafli í makríl er orðinn 10.000 tonn á vertíðinni, þar af voru 1.100 tonn af miðunum við Grænland. Frá þessu er greint á vef Loðnuvinnslunnar.