Norðmenn og Íslendingar eru langstærstu fiskveiðiþjóðirnar á svæði ESB- og EFTA-ríkjanna. Á árinu 2008 var alls landað 8,2 milljónum tonna af fiski í þessum ríkjum, þar af komu 42% frá Noregi og Íslandi.
Norðmenn veiddu 2,2 milljónir tonna af fiski þetta ár eða tæplega 27% af heildinni. Afli Íslendinga nam 1,25 milljónum tonna eða liðlega 15% af heild.
Frá þessu er skýrt á breska sjávarútvegsvefnum FishUpdate.com og látið fylgja með að yfirburðarstaða þessara fiskveiðiríkja muni örugglega haldast óbreytt í fyrirsjáanlegri framtíð.