Norðmenn halda áfram að endurnýja flota sinn nánast eins og á færibandi. Nýjasta viðbótin er nóta- og togskipið Torbas frá Raudaberg við Malöy í Vestur-Noregi.

Kystmagasinet gerir nýsmíðinni ítarleg skil á vef sínum og lætur þess m.a. getið að þótt nýi Torbas sé 70 metra langur og meðal stærstu skipanna í norska fiskiskipaflotanum virki hann í rauninni miklu stærri. Það stafi sennilega mest af því hve fríborð hans er hátt.

Þá er vakin athygli á því að lögð hafi verið sérstök áhersla á að skipið yrði sem hljóðlátast utan sem innan. Sérstök hljóðeinangrun víða í skipinu komi ekki bara mannskapnum til góða heldur dragi hún úr hávaða frá skipinu út í hafið og fælingu fiskistofnanna þegar verið sé að leita eða kasta.

Sjá nánar myndir og frásögn HÉR.