Hoffell SU var að landa síld úr Breiðafirði á Fáskrúðsfirði þegar Fiskifréttir nánu tali af Bergi Einarssyni skipstjóra nú í morgun. „Þetta er annar túrinn okkar og hann gekk betur fyrir sig en sá fyrri. Við megum taka 500 tonn í róðri og tókum þau í tveim köstum en vorum lengur að taka skammtinn í hinum túrnum.“
Bergur segir að í heildina megi Hoffellið veiða 2000 tonn. „Við verðum því fljótir að klára okkar skammt ef vel gengur. Það hafa verið átta skip á miðunum og veiðin hefur verið misjöfn. Stundum fá menn ágætlega en minna þess á milli þannig að þetta er það sem við köllum hittingur. Síldin heldur sig í köldum sjó nánast uppi í landsteinum og vont að veiða hana á svona stóru skipi innan um skerin. Ég geri þó ráð fyrir að síldin gangi utar þegar það fer að kólna og það er heppilegt fyrir þá sem eiga einhvern kvóta eftir.
Hoffellið fer aftur á síldveiðar í Breiðafirði á föstudagsmorgun.