Í nýliðnum vorleiðangri r.s. Árna Friðrikssonar voru hiti og selta um og yfir langtímameðaltali umhverfis landið. Hiti við vestanvert landið var heldur lægri en verið hefur síðustu árin á þessum árstíma.

Almennt var styrkur næringarefna í yfirborðslögum enn hár og lítið hafði gengið á vetrarforða þeirra sem bendir til að vorblómi svifþörunga sé ekki búinn. Átumagn var nálægt langtímameðaltali.

Nánar um niðurstöður leiðangursins á vef Hafró.