Komið er á markað hérlendis nýtt tæki, hitamyndavél eða hitasjónauki frá FLIR Systems, sem skynjar menn eða hluti í niðamyrkri. Um er að ræða nýja tækni sem rutt hefur sér rúms um borð í skipum víða um heim og nýtist bæði sem öryggistæki og siglingatæki.
Hitamyndavélin er til dæmis mikilvægt öryggistæki ef maður fellur útbyrðis í myrkri því hann sést mjög vel í sjónum jafnt í myrkri sem birtu. Allir hlutir í umhverfinu geisla frá sér mismunandi hita og byggir umrædd tækni á því að skynja þennan hitamun. Myndin frá vélinni birtist á skjá þannig að menn og hlutir sjást vel. Þessi búnaður gerir í raun allt sem ljóskastari gerir og mun meira því hann leysir hluta þess sem ratsjá er notuð í s.s. að fylgjast með næsta nágrenni skipsins.
Hitamyndavélin getur dregið allt frá nokkur hundruð metrum og upp í nokkra kílómetra, allt eftir stærð hennar, samkvæmt upplýsingum Ísmar ehf. sem flytur búnaðinn inn.
Hitamyndavél af þessu tagi verið í notkun í björgunarskipinu í Grindavík um sinn og stór myndavél verður í hinu nýja varðskipi Íslendinga. Þá er verið er að prófa þennan búnað í netabáti fyrir norðan land og lofar sú tilraun góðu.
Skýrt er frá þessu í Fiskifréttum.