Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Færeyjum á síðasta ári nam jafnvirði 120 milljarða íslenskra króna samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Færeyja.

Um helmingur verðmætisins kom frá útflutningi á eldisfiskii. Útflutningur hans jókst um 10 milljarða ISK eða um 20% milli ára á sama tíma og samdráttur varð í verðmæti villts fisks.

Verðmæti útflutnings á villtum fiski skiptist nokkuð jafnt milli botnfisks og uppsjávarfisks.

Sjá nánar á vef Hagstofu Færeyja.