Af rúmlega 7.000 þorskum sem merktir voru við Austur-Grænland á árabilinu 2007-2014 hafa 200 endurheimst. Helmingur þeirra eða 98 fiskar hafa veiðst á Íslandsmiðum, aðallega úti af Vestfjörðum og Vesturlandi en einnig fyrir sunnan og norðan land.

Þetta kemur fram í viðtali við Einar Hjörleifsson fiskifræðing í Fiskifréttum í dag. „Um uppruna þessara fiska, sem merktir voru við Austur-Grænland og hafa endurheimst hér við land er lítið vitað,“ segir Einar. „Það er ekkert ólíklegt að tengsl þorsks á þessum svæðum séu flóknari en sú klassíska mynd sem við höfum búið við, þ.e. að eingöngu sé um að ræða fiska sem klekjast út hér, reka til Grænlands og snúa síðan til baka til hrygningar á Íslandsmiðum þegar kynþroska er náð.“

Og Einar bætir við: „Enn sem komið er tel ég að þorskur sem hugsanlega kemur frá Grænlandi breyti ekki miklu um stofnmat þorsks á Íslandsmiðum.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.