Íslendingum er úthlutað samtals 13.256 tonna þorskkvóta í Barentshafi á nýbyrjuðu ári samanborið við 14.100 tonn á árinu sem var að líða. MInnkunin skýrist af minni heildarþorskkvóta. Í reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að í norskri efnahagslögsögu sé kvóti Íslendinga 8.158 tonn en í þeirri rússnesku 5.098 tonn.

Í lögsögu Rússlands gefst íslenskum útgerðum jafnframt kostur á að fá 3.060 tonna þorskkvóta gegn greiðslu.

Í lögsögu Noregs má meðafli af öðrum tegundum vera allt að 30%, en í lögsögu Rússlands má meðafli ýsu vera 8% og annarra tegunda 22%.