Í nóvember lönduðu Færeyskir bátar 207 tonnum af botnfiski af Íslandsmiðum.  Mest var um löngu í aflanum, eða 66 tonn, og þorskaflinn var 49 tonn. Tvö skip lönduðu þessum afla. Það var Núpur með 68 tonn og Kambur með 139 tonn.

Færeyskir línu- og krókabátar hafa á fyrstu ellefu mánuðum ársins veitt tæp 5.098 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er nokkuð minni afli en á sama tíma í fyrra en þá var botnfiskafli færeysku bátanna  hér við land 5.397 tonn. Þorskaflinn er orðinn 1.299 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 1.191 tonn. Þess má geta að heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu, eru nú 1.375 tonn og voru færeysk skip því búin að veiða alls 87% af aflaheimildum þeirra í lögsögunni í lok nóvember.

Af öðrum tegundum þá hafa Færeyingarnir veitt 1.389 tonn af löngu, 729 tonn af ýsu og 675 tonn af keilu.

Aflahæsti línu- og krókabáturinn á yfirstandandi ári er Eivind með 735 tonn. Næstur kemur Stapin með 549 tonn og Klakkur með 525 tonn. Alls hafa fimmtán færeyskir línu- og krókabátar verið á veiðum hér við land á þessu ári.

Nánar má sjá skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum og mánuðum, bæði aflatilkynningar til Landhelgisgæslunnar og nýjustu löndunartölur hér