Árið 2010 var heimsafli 89,5 milljónir tonna og dróst saman um eina milljón tonna frá árinu 2009, samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Þessar upplýsingar koma fram á vef Hagstofunnar. Kyrrahafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perúansjósa. Asía var sú heimsálfa sem átti stærsta hlutann í heimsaflanum, næst kom Ameríka og svo Evrópa. Kínverjar veiddu mest allra þjóða árið 2010, 15,7 milljónir tonna, en Norðmenn, sem veiddu mest allra Evrópuþjóða, voru í 10. sæti heimslistans. Íslendingar veiddu næst mest allra Evrópuþjóða en voru í 19. sæti heimslistans, sama sæti og í fyrra.

Sjá nánar http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=9339