ff

Heimsaflinn, bæði veiðar á villtum fiski og fiskeldi, sló öll met á síðasta ári og nam 154 milljónum tonna, að því er fram kemur á vef BusinessDay.

Veiðar á villtum fiski námu 90,4 milljónum tonna árið 2011 og jukust um 2% frá árinu áður. Fiskeldi hefur aukist jafnt og þétt undanfarna áratugi og árið 2011var aukningin um 6,2% frá fyrra ári. Framleiðsla á eldisfiski hefur tífaldast frá árinu 1970.

Til manneldis fóru 130,8 milljónir tonna af fiski árið 2011 en 23,2 milljónir tonna fóru í fiskimjöl og lýsi, beitu, í lyfjaiðnað og annað. Manneldisneyslan hefur aukist um 14,4% á síðustu fimm árum.