Erlendir markaðir eru mikilvægir fyrir norskar sjávarafurðir en það gleymist oft að heimamarkaðurinn í Noregi er einnig mikilvægur. Heimamarkaðurinn er þriðji mikilvægasti markaðurinn fyrir norskar sjávarafurðir og gefur um 5 milljarða króna (um 100 milljarða ISK), að því er fram kemur á vef Norges Sildesalgslag.

Nú er í bígerð að leggja enn meiri áherslu á heimamarkaðinn. Framkvæmdastjóri markaðsmála hjá norska sjávarafurðaráðinu (Norges sjømatsråd), sem er nýtt nafn á stofnun sem hét áður Eksportutvalget for fisk, er ráðgert að verja um 45 milljónum norskra króna (um 900 milljónum ISK) til markaðssetningar innanlands á árinu 2012. Sú upphæð er ríflega 10% af þeirri fjárhæð sem varið er í heild til markaðsmála hjá norska sjávarafurðaráðinu.