Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á þriðjudaginn var fjallað um álit umboðsmanns Alþingis á úthlutun aflaheimilda í makríl á árunum 2011-2013. Fram kemur í bókuninni að sennilegt heildartjón sé um 5 - 6 milljarðar króna fyrir samfélagið.

Í framhaldi af niðurstöðu umboðsmanns Alþingis telur bæjarráð afar mikilvægt að íhugað verði vandlega hver lagaleg staða Vestmannaeyjabæjar sé og mun eftir atvikum krefjast leiðréttingar fyrir dómstólum ef þurfa þyki.

Frá þessu er skýrt á vefsíðunni Eyjar.net.