Fyrr í dag átti Landssamband smábátaeigenda fund með Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tilefnið var ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla á næsta fiskveiðiári.
Í tillögum Landssambands smábátaeigenda er ráðherra hvattur til að heimila 273 þúsund tonna þorskafla á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september n.k. Að vanda voru tillögur LS ítarlegar og náðu til sjö tegunda.
Varðandi þorskinn segir m.a. í bréfi LS til ráðherra:
Af svörum (Hafrannsóknastofnunar) að dæma má ætla að það óvænta og óútskýranlega þyngdartap hafi leitt til þess að ráðlagður heildarafli er 25 þúsund tonnum lægri en hann hefði orðið ef meðalþyngd hefði ekki lækkað. Þar sem þyngdartapið kemur sjómönnum ekki síður en starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar í opna skjöldu fer LS þess á leit við ráðherra að hann óski eftir sérstakri athugun á vormælingunni þar sem leitað verði skýringa á orsökunum. Ath. útflutningsverðmæti 25 þúsund tonna af þorski gæti numið allt að 15 milljörðum.
Sjá nánar á vef LS: