Heildarafli íslenska flotans á fyrstu 6 mánuðum fiskveiðiársins 2013/2014, frá 1. september sl. til loka febrúar, nam 513 þúsund tonnum. Til samanburðar var aflinn á sama tíma í fyrra um 739 þúsund tonn.
Samdrátturinn í heildarafla nemur samkvæmt því um 30,5% eða um 225 þúsund tonnum. Þetta skýrist af minni afla í uppsjávarfiski á milli vertíða sem nemur um 229 þúsund tonnum í heildina, samdrátturirnn í loðnuveiðunum milli ára er um 75%.
Afli í botnfiski jókst milli ára um 3,8 þúsund tonn eða um 1,5%. Afli í skel- og krabbadýrum dregst aðeins saman milli fiskveiðiára um 600 tonn eða um 15,6%.
Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.