Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og frambjóðandi til formanns Sjómannafélags Íslands, hefur verið vísað úr félaginu á grundvelli samþykktar trúnaðarmannaráðs þess.

Heiðveig fjallar um þetta í Facebook-færslu og segir:

"Nú er ég endanlega orðlaus, ég vissi að þeir myndu ganga langt !
En að reka mig úr félaginu er eitthvað sem mig hafði ekki getað órað fyrir að gæti gerst , að minnsta kosti ekki í okkar heimshluta!

Ég fékk bréf nú í dag frá formanni Sjómannafélagsins þar sem hann rak mig úr félaginu á grundvelli samþykktar trúnaðarmannaráðs eftir kröfu fjögurra fulltrúa hins sama ráðs!

Heiðveig hefur fengið fjölmargar stuðningsyfirlýsingar og hefur sagt að hún muni kanna lagalega stöðu sína. Hún segir í samtali við Ríkissjónvarpið að hún geti ekkert lesið þetta öðruvísi en svo að menn hafi hreinlega bara ekki þorað í lýðræðislega kosningu. Það eina sem hún hafi lagt upp með hafi verið að kynna málefnin sín og það liggi alveg ljóst fyrir á meðal sjómanna fyrir hvað hvar hún standi og hvernig hún vilji vinna þessa hluti.