Engey RE, nýi ferskfisktogari HB Granda, mun leysa Ásbjörn RE af hólmi. Áhöfn Ásbjörns mun flytjast yfir á Engey. Skipstjóri er Friðleifur Einarsson og yfirvélstjóri er Magnús Sigurðsson.

Ásbjörn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1978 og kom nýr til Íslands. Togarinn hefur verið mjög farsæll í rekstri og verið happaskip í hartnær 40 ár. Á þessum tíma hefur Ásbjörn verið 13 sinnum aflahæsti togarinn á landinu og 6 sinnum lent í öðru sæti. Um síðustu áramót hafði Ábjörn fiskað um 225 þúsund tonn samtals á þeim tíma sem hann hefur verið í rekstri.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.