Sandfell – skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði - kom að landi á föstudag með 10 tonn. Þar með er heildarafli Sandfellsins, undir eignarhaldi Loðnuvinnslunnar, kominn í 4000 tonn.
Loðnuvinnslan festi kaup á Sandfellinu og hóf útgerð á því í gegn um dótturfyrirtækið Hjálmar, í febrúar 2016.
Í frétt á heimasíðu fyrirtækisins hefur vel gengið að afla hjá Sandfellinu og þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall sjómanna í síðasta ári er aflinn kominn í 4000 tonn.
Örn Rafnsson, skipstjóri á Sandfellinu, er inntur eftir því í frétt Loðnuvinnslunnar hverju hann þakkaði þetta góða gengi og svaraði hann því til að það væru nokkrir samverkandi þættir; gott skipulag, góð útgerð, góð kvótastaða og góður fastur mannskapur um borð.
Hann bætir því við að það þyrfti aldrei að stoppa því á Sandfellinu eru tvær áhafnir sem róa í tvær vikur í senn.