Norska uppsjávarskipið Mokstein, sem áður hét Lundey og var í eigu HB Granda, verður nýtt til rannsóknaveiða vestur af Íslandi og í grænlenskri lögsögu á miðsjávartegundinni laxsíld. Skipið er í eigu norsku útgerðarinnar Hordafor AS sem er ein tæplega 20 norskra útgerða sem hafa tilraunaleyfi til þessara veiða.

Um þriggja ára rannsóknaverkefni er að ræða. Þegar er búið að eyrnamerkja 120 milljónir norskra króna til rannsókna - eða 1,7 milljarðar íslenskra króna - en í hendi félagsins Meso AS til rannsóknaveiðanna eru rúmlega 200 milljónir. Það er gert undir merkjum Havpilot – sjóðs sem veitir fjármagni til verkefna sem teljast til frumkvöðlastarfs.

Fiskeribladet greinir frá áformunum, en þar segir að þróunarvinnan muni að hluta til fara fram í Danmörku. Þar hitta starfsmenn Meso AS fyrir sérfræðinga Hampiðjunnar sem munu aðstoða við að þróa veiðarfæri sem hentar til þessa veiða, en þessar fiskitegundir er aðeins að finna á miklu dýpi. Verkefnið er því ærið, og felst jafnframt í að gera breytingar á Mokstein sem leyfa geymslu á þeim fiski sem veiðist.

Rannsóknaveiðarnar sjálfar hefjast í mars eða apríl á næsta ári, en ljóst hefur verið um margra ára skeið að miðsjávartegundir á rannsóknasvæðinu á milli Íslands og Grænlands eru þar í miklu magni svo skiptir milljónum tonn