Sýningin Sjávarútvegur 2025 opnar í Laugardalshöllinni 10. september næstkomandi. Meðal sýnenda verður fyrirtækið HD sem meðal annars mun bjóða upp á sýnikennslu í því að nota nýjustu tækni með gervigreind til að gera viðhald markvissara, draga úr rekstrartruflunum og tryggja betri nýtingu fjármuna.

Margir þekkja HD sem Vélsmiðjuna Hamar, eins og fyrirtækið hét fyrir sameiningu við önnur sérhæfð fyrirtæki. Síðan þá hefur HD þróast í leiðandi þjónustuaðila fyrir íslenskan iðnað og telst meðal stærstu fyrirtækja landsins á sínu sviði.

Þorleifur Halldórsson, verkstjóri á útgerðarsviði og skipaviðgerðum, segir að HD muni auk þess leggja áherslu á heildstætt þjónustuframboð fyrirtækisins á sýningunni. „Okkar þjónusta spannar allt ferlið eða frá ráðgjöf og þarfaqgreiningu, tilboðsgerð og gerð verkáætlunar, svo og smíði á lausn, innkaup á búnaði, uppsetningu og í kjölfarið fylgjum við verkinu eftir með ráðgjöf og bilagreiningu,“ segir Þorleifur.

Þorleifur Halldórsson verkstjóri hjá HD.
Þorleifur Halldórsson verkstjóri hjá HD.

Hann segir það skipta miklu máli fyrir viðskiptavini að geta vænst heildstæðs þjónustuframboðs því þar með eigi þeir samskipti við einn og sama aðilann sem ýtur verkefnunum af stað og finnur lausnir á þeim vandamálum sem upp kunna að koma. „Ég sé hlutina þannig að það eru engin vandamál – bara lausnir. Það hefur nefnilega verið mitt mottó í mínu starfi, og ég læt þau orð oft flakka, að þegar á öllu er á botninn hvolft þá sé þetta ekkert mál – bara vinna,“ segir Þorleifur.

„Við leggjum mikla áherslu á og fyrirbyggjandi viðhald t.d. með ástandsgreiningu og sívöktun á vélbúnaði, legum og fleiru sem getur komið í veg fyrir óæskilega bilun eða stöðvun. Svo verðum við auðvitað líka með sýningartilboð með góðum afslætti á vissum dælum og mótorum sem henta í sjávarútveg og fiskeldi,“ segir Þorleifur.