Akraneskaupstaðar veitti HB Grandi verðlaun fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóðirnar á Akranesi um síðustu helgi. Daníel Haraldsson, tæknistjóri HB Granda á Akranesi, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins.

Á undanförnum mánuðum hefur HB Grandi staðið fyrir miklu hreinsunarátak á Akranesi, í framhaldi af kaupum félagsins á lóðum á athafnasvæði þess á Breiðinni.

Metnaður hefur verið lagður í að snyrta lóðir, mála húsnæði og fegra umhverfið. Þá hefur verið unnið í því að fjarlægja brotajárn og aðra málma sem safnast hafa upp á undanförnum árum.

Aðilar sem eiga húsnæði eða eru með rekstur á svæðinu hafa einnig tekið þátt í að fegra sitt umhverfi. Daníel Haraldsson, hefur haft veg og vanda með þessum framkvæmdum sem eru félaginu til mikils sóma og því vel við hæfi að hann tæki á móti verðlaununum.