HB Grandi var með fjögur skip á úthafskarfaveiðum í sumar og nam afli þeirra samtals 6.800 tonn. Að þessu sinni voru veiðarnar stundaðar fram að mánaðamótum júlí og ágúst sem er lengra fram á sumarið en undanfarin ár. Var mikil ánægja með það hvernig úthafskarfaveiðarnar þróuðust.
,,Væntingar voru ekki mjög miklar að þessu sinni vegna þess að vertíðin í fyrra var ákaflega döpur, svo ekki sé meira sagt. Undanfarin ár hefur karfinn úti á Reykjaneshryggnum gefið sig til frá því í byrjun maí og yfirleitt hefur veiðin ekki staðið lengur en fram í fyrstu vikuna í júlí,” segir Birkir Hrannar Hjálmarsson, rekstrarstjóri togara HB Granda í viðtal á heimasíðu fyrirtækisins.
Sjá nánar viðtal á vef HB Granda, HÉR