HB Grandi hf. og Enoksen Seafood AS hafa komist að samkomulagi um að Enoksen Seafood kaupi frystitogarann Juni af HB Granda. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar.
Kaupverðið er DKK 12.200.000, eða sem samsvarar rúmum 240 milljónum ISK. Samningurinn er gerður með fyrirvara um loka ástandsskoðun á skipinu.
Juni hét áður Venus HF og gerði HB Grandi skipið út til fjölda ára. Það var selt til Grænlands seint á árinu 2013 en sú sala gekk til baka seint á síðasta ári. Juni hefur fengið nafnið Maja E og er heimahöfn skipsins í Sisimiut á Grænlandi.