Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er nú í upphafi nýs fiskveiðiárs og er það álíka og í fyrra. Alls fá 418 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða um 40 aðilum færra en í fyrra.
Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 10,1% af heildinni, næst kemur Samherji með 5,9% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár.