HB Grandi greiðir hæsta veiðigjald allra sjávarútvegsfyrirtækja á fiskveiðiárinu 2015/2016 samkvæmt lista sem Fiskistofa hefur birt. Álagt veiðigjald á fyrirtækið er 835 milljónir króna. Samherji kemur þar á eftir með 563 milljónir og Ísfélag Vestmannaeyja er í þriðja sæti með 431 milljón.
Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum var heildarálagning veiðigjaldsins á síðasta fiskveiðiári 6,9 milljarðar króna, að frádregnum leiðréttingum og lækkunum. Sextán sjávarútvegsfyrirtæki greiða 100 milljónir eða meira í veiðigjald.
Sjá lista Fiskistofu yfir álagningu veiðigjalda HÉR.