Hagnaður HB Granda í fyrra nam 14,9 milljónum evra, eða um 2,4 milljörðum króna miðað við meðalgengi ársins 2012, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Árið 2011 nam hagnaður félagsins 37 milljónum evra og er því um töluverðan samdrátt að ræða milli ára. Skýrist hann að verulegu leyti vegna virðisrýrnunar aflaheimilda upp á 21,6 milljónir evra, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Velta fyrirtækisins jókst úr 183,7 milljónum evra árið 2011 í 197,3 milljónir en vegna þess að kostnaðarverð seldra vara hækkaði í takt við þetta jókst rekstrarhagnaður um rúma 1,2 milljónir evra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og virðisrýrnun (EBITDA) var 59,3 milljónir evra eða 30,0% af rekstrartekjum, en var 56,2 milljónir evra eða 30,6% árið áður.

Sjá nánar á http://www.vb.is/frettir/82223/