Fiskistofa hefur dregið til baka fyrri útreikninga sem sýndu að HB Grandi væri 0,14% yfir leyfilegu kvótaþaki sem er 12%. Hið rétta er að HB Grandi er með 11,95% aflaheimilda.

„Fyrir mistök voru hlutdeildir í þorski í Barentshafi og rækju á Flæmingjagrunni ranglega hafðar með í útreikningunum á aflahlutdeildunum. Heildaraflahlutdeild fyrirtækja hefur nú verið endurreiknuð og samkvæmt þeim útreikningum er enginn aðili yfir leyfilegum mörkum heildarverðmæta aflahlutdeilda skipa í eigu eins aðila,“ segir á vef Fiskistofu.

Leiðréttar upplýsingar um aflahlutdeildir og krókaaflahlutdeildir stærstu útgerðanna, þar með taldar leiðréttar töflur yfir stöðu aflahlutdeilda einstakra fyrirtækja má finna á http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/nr/834